Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 16:12:06 (4716)

2002-02-14 16:12:06# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[16:12]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. sagði ,,... margt sem bendir til þess að verið sé að hagræða tölum til að þjóna pólitískum hagsmunum ríkisstjórnarinnar``. Þetta er ekki í spurningaformi.

Oft þegar menn nálgast flókið viðfangsefni ber tölum ekki alveg saman þegar komið er að því út frá ólíkum sjónarmiðum. Þetta veit hv. þm. En hann leyfir sér að koma inn í þessar umræður og halda því fram að þeir embættismenn sem unnu þessar skýrslur, og hann er búinn að benda á hverjar skýrslurnar eru, hafi verið að hagræða tölum. Það að segja að menn séu að hagræða tölum til þess að búa til annað yfirbragð en raunverulegt er er að bera viðkomandi aðilum á brýn að þeir séu óheiðarlegir. Ég verð að segja, herra forseti, að málflutningur af þessu tagi á ekki að heyrast í þingsölum.