Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 16:12:57 (4717)

2002-02-14 16:12:57# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[16:12]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hvorki fannst mér þessi orð bera vott mikillar háttvísi eða heiðarleika. Ég færi rök fyrir máli mínu. Ég vísaði í gögn og nefndi tölur sem ég las upp úr gögnum frá ríkisstjórninni og embættisstofnunum á hennar vegum. Þær tölur eru misvísandi og gefa misvísandi niðurstöður. Ég spurði hvað hér ylli, hvort mönnum hefði orðið á eða hvort hér væri verið að hagræða tölum til þess að þjóna pólitískum markmiðum ríkisstjórnarinnar. Staðreyndin er sú að við fáum ekki inn á borð Alþingis þau gögn og þær tölur sem óskað hefur verið eftir. Ég spyr: Ætlar Alþingi að láta bjóða sér það að afgreiða þetta mál áður en allar forsendur þess liggja fyrir?