Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 16:45:27 (4725)

2002-02-14 16:45:27# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[16:45]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að ekki hafi átt að bíða eftir ramma\-áætluninni. Ef við hefðum frá upphafi, frá því að við fórum að virkja á Íslandi, beðið og frestað öllu áratugum saman væri lítið búið að gera hér. Ef hv. þm. Vinstri grænna réðu hefði ekkert verið gert hér á landi frá landnámstíð og trúlega hefði Ingólfur Arnarson ekki mátt nema hér land því að það er allt til þess að hrófla við náttúru Íslands. Öll mannanna verk breyta náttúrunni og náttúran breytir sér sjálf. Það þarf ekki annað en eitt lítið eldgos til að hafa mikil áhrif á náttúruna og það þarf ekki annað en mikið rok til að rífa upp gróðurþekju landsins. Hvernig ætla menn að stoppa náttúruöflin af?