Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 16:47:53 (4727)

2002-02-14 16:47:53# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[16:47]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég leyfi mér að treysta útreikningum Landsvirkjunar þrátt fyrir að hv. þm. Ögmundur Jónasson geri það ekki. (ÖJ: Hvorum? Frá 1. des. eða ...?)

(Forseti (GuðjG): Ekki samtal.) (Gripið fram í.)

Hv. þm. verður að sýna sæmilega kurteisi hér.

(Forseti (GuðjG): Hv. þm. hefur orðið og forseti biður hv. þingmenn að vera ekki að standa í samræðum við ræðumenn.)

En eins og ég sagði áðan treysti ég Landsvirkjun með útreikninga sína. Ég tel að við séum að vinna þarna gott verk fyrir þjóðarbúið í heild og ég held að til framtíðar verði gott að geta nýtt ágóðann sem verður af þessari virkjun og álverksmiðjunni til að stofna nýsköpunarsjóði sem geta blómstrað í framhaldinu af þessu stóra verkefni.