Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 16:48:53 (4728)

2002-02-14 16:48:53# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[16:48]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Mig langar til að biðja hv. þm. Drífu Hjartardóttur að fylgja svolítið eftir og lýsa betur fyrir okkur þeirri sýn sem hún hefur þegar hún talar um að þessar stórframkvæmdir séu réttlætanlegar til þess að hafa hér áframhaldandi hagvöxt og til að bæta lífskjör í landinu. Hversu langt telur hún að megi ganga eins og í þessu tilfelli þegar í raun og veru er um óásættanleg náttúruspjöll að ræða? Hvar liggja mörkin? Hversu neðarlega þurfum við að komast í lífsgæðastuðlinum til að réttlæta þessa stefnu? Eða getum við með áframhaldandi velferð í landinu réttlætt allar stórframkvæmdir okkar á þessum forsendum? Hvenær mun hv. þm. segja: Nei, hingað og ekki lengra, ég mun ekki réttlæta framkvæmdina vegna bættra lífskjara og hagvaxtar í landinu? Hvaða sýn hefur hún?