Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 18:27:39 (4743)

2002-02-14 18:27:39# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[18:27]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég átti nú satt að segja von á því að hæstv. ráðherra svaraði einhverju af þeim spurningum sem ég bar upp en kæmi ekki í andsvar með skæting. Það er algjör uppspuni hæstv. ráðherra að ég hafi kallað hana einhvern náttúrníðing eða líkt henni við eitthvað slíkt. Það gerði ég ekki. En hæstv. ráðherra getur ekki svarið það af sér að hún sé að tala hér fyrir framkvæmdum sem valda mestu náttúruspjöllum sem nokkur framkvæmd í allri samanlagðri Íslandssögunni hefur valdið.