Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 19. febrúar 2002, kl. 18:40:24 (4938)

2002-02-19 18:40:24# 127. lþ. 80.12 fundur 156. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (sjómannaafsláttur) frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 127. lþ.

[18:40]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég heyri að það er ekki beinn ágreiningur um að sjómenn njóti afsláttarins, að hv. þm. vill frekar að þetta heiti dagpeningar en sjómannaafsláttur og þannig njóti menn afsláttarins.

Varðandi þetta með kokkinn þá hef ég alltaf verið frekar mikið fyrir matinn, þó hv. þm. hlaupi af sér það sem mér tekst ekki. Ég mundi frekar vilja borga góðum kokk góðan hlut en hafa lélegan kokk á lágu kaupi.