Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 19. febrúar 2002, kl. 18:41:00 (4939)

2002-02-19 18:41:00# 127. lþ. 80.12 fundur 156. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (sjómannaafsláttur) frv., Flm. PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 127. lþ.

[18:41]

Flm. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi það hvort þetta heitir dagpeningar eða sjómannaafsláttur þá vil ég að allir séu jafnir fyrir lögum þannig að allir hafi sömu kjör, hvort sem það heita dagpeningar eða þá sjómannaafsláttur fyrir alla landsmenn. Það sem ég er á móti er að sérstaklega skuli tekið fram í skattalögum að ein ákveðin stétt manna njóti sérstakra skattalaga. Svo er það aftur önnur saga sem ég hef margoft gagnrýnt að dagpeningagreiðslur til opinberra starfsmanna eru komnar úr böndunum. Það er farið að nota þær sem skattfrjáls laun og ég er á móti því líka. Ég er á móti öllum undanskotum frá skatti. Ég vil að skattalög séu algild og gildi fyrir alla jafnt, jafnt konur í frystihúsum sem þingmenn og sjómenn.