Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 19. febrúar 2002, kl. 18:44:16 (4943)

2002-02-19 18:44:16# 127. lþ. 80.12 fundur 156. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (sjómannaafsláttur) frv., Flm. PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 127. lþ.

[18:44]

Flm. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil benda hv. þm. á að hæstv. fjmrh. er fulltrúi framkvæmdarvaldsins og hefur sem slíkur ekkert yfir Alþingi að segja. Þannig getur framkvæmdarvaldið gert samninga en verður alltaf að gera það með fyrirvara um samþykki Alþingis.

Það er ekki til fyrirmyndar að setja lög á verkföll en það er heldur ekki til fyrirmyndar þegar verkföll eru að breytast yfir í leyft ofbeldi, þar sem menn ganga á lagið með það að valda þriðja aðila skaða. (GHall: Varstu ekki með okkur í boxinu?) Verkföll nú til dags ganga að mestu leyti út á að skaða einhvern þriðja aðila sem ekki á aðild að deilunni. Það getur vel verið að nauðsynlegt sé í slíku tilfelli að Alþingi grípi inn í. En það er ekki til eftirbreytni að Alþingi grípi inn í. Það er ekki til eftirbreytni, hvorki að setja lög á kjaradeilur né veita vissum stéttum ákveðin forréttindi.