Framkvæmd Kyoto-bókunarinnar

Mánudaginn 25. febrúar 2002, kl. 15:25:57 (4983)

2002-02-25 15:25:57# 127. lþ. 81.1 fundur 354#B framkvæmd Kyoto-bókunarinnar# (óundirbúin fsp.), ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 127. lþ.

[15:25]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. umhvrh. svörin og ég vona að ráðuneytisstjóranefndin haski sér og skili tillögunum sem allra fyrst því að þetta þing mun ekki standa lengi fram á vorið. Ef á að fullgilda eða staðfesta Kyoto-bókunina verður að halda nokkuð vel á spöðunum, herra forseti.

Einnig er það alveg rétt hjá hæstv. umhvrh. að eina leiðin í þessu ferli er að vera þátttakandi, fullgildur þátttakandi. Því setur óneitanlega að manni beyg að heyra hvernig tillögurnar hafa verið formúleraðar af Bandaríkjastjórn í þessu efni, ekki síst í ljósi þess, herra forseti, að nú þegar losa Bandaríkjamenn fjórðung allra gróðurhúsalofttegunda á jörðinni.