Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 14:31:37 (5064)

2002-02-26 14:31:37# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[14:31]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef nú spurst fyrir um þetta dálítið oft og mér finnst ég þurfa að fá skilgreiningu hjá hæstv. iðn.- og viðskrh. og byggðamálaráðherra á því hvað það þýði þegar talað er um landsbyggðina alla. Er þá verið að tala um öll Suðurnesin líka? Þá er ég að tala um þau sveitarfélög sem tilheyra Suðurnesjum en ekki bara þau sem ég þykist vita að hæstv. ráðherra sé að tala um, þ.e. þau sveitarfélög sem hafa verið skilgreind sem styrkhæf af opinberum aðilum. (SJS: Hvað með Njarðvík?)