Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 17:04:45 (5132)

2002-02-26 17:04:45# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[17:04]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil spyrja hv. þm. Árna Steinar Jóhannsson hvaða þjónusta hafi versnað hjá Símanum. Ég bið hann að gera grein fyrir því. Og hvað varðar Ríkisútvarpið hefur verið ákveðið að flytja Rás 2 norður á Akureyri og ég held að það muni efla landsbyggðarútvarp mikið og verða okkur öllum til góðs.

En ég tók eftir því að hv. þm. minntist ekki á eitt stærsta byggðamálið sem hefur verið ákveðið að fara í og það er virkjun á Kárahnjúkasvæðinu og álver í Reyðarfirði sem munu efla störf á landsbyggðinni til mikilla muna.