Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 17:30:31 (5144)

2002-02-26 17:30:31# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[17:30]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Á umliðnum árum hef ég tekið afstöðu til þess sem staðið hefur í fjárlagafrv. með því að beita mér fyrir fjölmörgum brtt. við 2. umr. fjárlaga þar sem mér hefur þótt mjög á skorta að menn gættu hagsmuna landsbyggðarinnar. Ég á vonandi eftir að gera það áfram.

En það sem ég var að meina og allir hljóta að skilja, herra forseti, er að útþensla ríkisins, hin mikla og stöðuga útþensla ríkisins, fjölgun í opinberum störfum --- við munum ekki að mínu mati takast á við hana og koma þeim störfum út á land, þar sem þau geta svo sannarlega verið og eru velkomin í mjög góðum fyrirtækjum, nema við setjum okkur skýr markmið og setjum þau niður í þá þáltill. um byggðamál sem við ætlum nú að standa að.