Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 17:41:10 (5153)

2002-02-26 17:41:10# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[17:41]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér flutti ræðu hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson sem er nú ekkert smápeð, varaformaður fjárln. Hann er fulltrúi Alþingis í ríkisfjárlaganefnd og talsmaður Sjálfstfl. í ríkisfjármálum. Því liggur beinast við að spyrja hv. þm.: Hvers vegna geta menn ekki haft neina stjórn á hlutum þar sem hugur þeirra stefnir til hvað varðar rekstur ríkisins? Hvers vegna hafa menn enga stjórn á þessu? Í hverjum mánuði samþykkjum við lög sem skapa störf, núna síðast í sjútvn. störf til Fiskistofu. Ef hugur manna stendur til þess að hluti af slíkum nýjum störfum geti orðið til úti á landi, t.d. í eftirlitsiðnaði, hvers vegna ráða menn ekki við þetta? Þarf að skipta um ríkisstjórn? (Gripið fram í: Já.) (Gripið fram í: Það er rétt.)