Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 19:26:16 (5187)

2002-02-26 19:26:16# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[19:26]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hélt að ég hefði talað mjög skýrt um þetta. Ég benti mönnum á að sagan segir þetta. Sagan segir þetta og þetta hefur gengið í gegn ár og áratugi og setið hafa alls konar ríkisstjórnir. Sagan ber vitni um þetta.

Þess vegna segi ég og hvet þingið til að ganga frá þessu, hnýta hnútana þannig við gerð þessarar byggðaáætlunar að ekki fari milli mála hvað menn vilja. Það er hægt að gera það. Við erum löggjafinn sjálfur þannig að við getum gert það og við eigum að nýta okkur þá aðstöðu þegar við erum að tala um og samþykkja stefnumótandi tillögur í byggðamálum að ganga þannig frá því að við getum tryggt við gerð fjárlaga að fjármagnið sé til staðar sem þarf til þess að útfylla þetta. Við getum tryggt það sjálfir að útþensla ríkisins, sem enginn ætlar að geta stoppað, verði þá jafnt úti á landi sem í Reykjavík.