Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 19:34:36 (5194)

2002-02-26 19:34:36# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[19:34]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson fer mikinn í ræðum sínum og ræðir um fiskveiðistjórnarkerfið íslenska sem hann sér eiginlega allt til foráttu. (EOK: Nei.) Hann talar, herra forseti, a.m.k. eins og ástand fiskstofnanna sé í stórkostlegri hættu, (Gripið fram í.) þorskstofnsins, botnsjávarfiskanna, og að möguleikarnir til að veiða fari bara minnkandi.

Ég verð að segja að mér finnst hann tala eins og hann sé harðasti stjórnarandstæðingurinn en síðan á hann alltaf erfitt þegar verið er að greiða atkvæði um þessa hluti. Þá fylgir hann sínum herrum. Ég held að hann ætti að fara að athuga sinn gang í þessu efni.