Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 19:36:55 (5196)

2002-02-26 19:36:55# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[19:36]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Herra forseti. Mestu mótmælin eru að greiða atkvæði á móti þessum frv. Ef það er einlæg skoðun hv. þm. Einars Odds Kristjánssonar að hann sé ósammála því gjaldi sem sjútvrh. gerir ráð fyrir að lagt verði á sjávarútveginn í tillögum sínum hlýtur hann að greiða atkvæði á móti því. Það hlýtur að vera þannig. Ég skil þetta ekki öðruvísi.

Svo vil ég segja að það hlýtur að skipta miklu máli hvert arðurinn af greininni dreifist. Ef hann fer aðeins á eina eða tvær hendur og þær hendur ákveða að fara með fjármagnið til útlanda til að kaupa í útgerð þar í staðinn fyrir að efla iðnaðinn innan lands, fiskiðnað og atvinnu, er það hið versta mál og er þá frelsið í gjaldeyrismálunum orðið til vansa.