Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 20:39:22 (5213)

2002-02-26 20:39:22# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[20:39]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni fyrir þetta svar. Ég er honum algerlega sammála.

Þá er komið að síðari hluta spurningarinnar sem er um áfellisdóminn yfir stjórnarstefnunni undangenginn áratug. Er ekki nokkuð til í því að rekja megi byggðaröskunina til þeirra þátta sem ég nefndi?

Að lokum ef hv. þm. hefur tíma til andsvaranna: Er það líklegt til að stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi og sjálfbærri nýtingu auðlinda að ráðast í Kárahnjúkavirkjun fyrir málmbræðslu á Reyðarfirði?