Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 21:12:49 (5223)

2002-02-26 21:12:49# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[21:12]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Herra forseti. Já, það er ánægjulegt ef svo er. Ég dreg ekki í efa að fólk hafi getað flust til Íslands frá útlöndum, á þetta svæði, vegna nýrra fyrirtækja hér á þessu svæði, m.a. Íslenskrar erfðagreiningar sem nefnd var. En þar vinna nú ekki allir. Ástandið sem hefur skapast núna vegna þess hvernig verðbætur og vextir vinna gegn fólki sem skuldar mikið vegna íbúðakaupa og annars getur vakið ugg þannig að fólk hugsi sem svo að þar sem svo óstöðugt ástand ríki í vaxtamálum og mikið óöryggi þá langi það hreinlega til að koma sér úr skuldafeninu og flytja af landi brott.