Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 21:16:21 (5226)

2002-02-26 21:16:21# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[21:16]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Það skiptir í þessu eins og öðru mestu máli að atvinnutekjur geti fylgt almennri þróun í landinu. Við sjáum það að atvinnutekjur á landsbyggðinni hafa að meðaltali lækkað á síðustu árum en atvinnutekjur á höfuðborgarsvæðinu hækkað. Þess vegna er mikilvægt að auka fjölbreytni atvinnulífs á landsbyggðinni og sérstaklega í þeim greinum atvinnulífs þar sem tekjur eru háar. Það gera menn m.a. með því að styrkja þau svæði sem eru líklegri en önnur til að laða til sín slíka starfsemi og fólk sem býr yfir þeirri þekkingu sem þarf til að inna þau störf af hendi.