Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 21:47:53 (5241)

2002-02-26 21:47:53# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[21:47]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil hugga hv. þm. og segja við hann að hann þurfi ekki að hafa svona óskaplega miklar áhyggjur. Það er fjöldinn allur af hv. þm. sem hefur ekki tjáð sig í dag og ég er þeirrar skoðunar að það sé kannski fyrst og fremst vegna þess að þeir eru sáttir við þessar tillögur og telja enga ástæðu til að halda ræður. (Gripið fram í.)

En það eru nokkrir sem hafa tjáð sig og hafa fyrirvara vegna þess að þeir reikna með því að málið geti batnað í meðförum þingsins þannig að þeir geti þá stutt það við lokaafgreiðslu. Eins og ég sagði hér í upphafi eru margar og miklar skoðanir á þessum málaflokki, þetta er mikilvægur málaflokkur og ég er mjög ánægð með að þingmenn almennt hafa áhuga á byggðamálum á Alþingi. Það er mikilvægt.