Vandi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu

Miðvikudaginn 27. febrúar 2002, kl. 14:21:55 (5272)

2002-02-27 14:21:55# 127. lþ. 84.3 fundur 416. mál: #A vandi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 127. lþ.

[14:21]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn. Eins og fram hefur komið er heilsugæslan grunnþjónusta í heilbrigðisþjónustu, hvort heldur er á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu.

Ég er ekki talsmaður einkavæðingar í heilbrigðisþjónustu. Ég tel hins vegar að þessi tilraun læknanna sem eru að setja á stofn Læknalind --- ég lít á það sem tilraun og ef ég skil þetta rétt tekur Tryggingastofnun ekki þátt í kostnaði þeirra sjúklinga sem þangað koma. Þess vegna er hér ekki um neinn pilsfaldakapítalisma að ræða eins og stundum vill verða þegar menn eru að tala um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni, og mér finnst sjálfsagt að menn fái að reyna þetta rekstrarform. Þess vegna fagna ég þessari tilraun.