Hafsbotninn við Ísland

Miðvikudaginn 27. febrúar 2002, kl. 15:19:37 (5302)

2002-02-27 15:19:37# 127. lþ. 84.12 fundur 436. mál: #A hafsbotninn við Ísland# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., Fyrirspyrjandi KF
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 127. lþ.

[15:19]

Fyrirspyrjandi (Katrín Fjeldsted):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. sjútvrh. ítarleg svör. Fyrir nokkrum árum munu Norðmenn hafa komist að því að veiðarfæri fiskiskipa þeirra hafi unnið óbætanlegar skemmdir á kóralrifjum úti fyrir ströndum landsins. Þar hafa verið friðuð stór svæði til að vernda fiskstofna sem tengjast kóralnum með ýmsum hætti. Líklegt er að skemmdir hafi einnig orðið hér við land. Leiði rannsóknir hér á landi í ljós að slíkar kóralbreiður sé enn að finna í sjónum umhverfis landið þá ættum við e.t.v. að gera slíkt hið sama.

Ég þakka ráðherranum fyrir svörin og hvet hann til þess að stuðla að frekari rannsóknum á ástandi hafsbotns umhverfis landið út frá því sem hér hefur verið rætt og grípa til hverra þeirra ráðstafana sem þurfa þykir til að vernda klak- og uppeldisstöðvar fisks.

Hv. þm. Kristján Pálsson sagði áðan að hafsbotninn væri sem ,,hefluð fjöl``. Það er illt ef satt reynist og skiptir miklu að reyna að koma í veg fyrir að fleiri fjalir verði heflaðar.