Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 28. febrúar 2002, kl. 10:31:57 (5330)

2002-02-28 10:31:57# 127. lþ. 85.93 fundur 367#B tilhögun þingfundar#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 127. lþ.

[10:31]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur beiðni frá efh.- og viðskn. um að þessum fundi verði frestað í hálftíma þar sem nefndarstörf rekist á við störf þingsins. Ósk hefur komið fram frá einstökum nefndarmönnum um að þingfundi verði frestað þar sem þessi fundur nefndarinnar sé mjög áríðandi. Ég verð við þessu en vil áminna formenn nefnda um að láta ekki slíkan árekstur verða í framtíðinni. Fundi er frestað til kl. 11.