Norrænt samstarf 2001

Fimmtudaginn 28. febrúar 2002, kl. 17:04:59 (5402)

2002-02-28 17:04:59# 127. lþ. 85.6 fundur 483. mál: #A norrænt samstarf 2001# skýrsl, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 127. lþ.

[17:04]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Við komum viðhorfum okkar á framfæri á þeim fundum þar sem við höfum aðstöðu til þess. Það liggur náttúrlega alveg ljóst fyrir að íslenska utanríkisþjónustan kemur líka slíkum sjónarmiðum á framfæri þegar við höfum tækifæri til þess. Við höfum hins vegar ekki átt neinn sérstakan fund með Bandaríkjamönnum út af þessu máli. Það hafa ekki verið neinir tvíhliða fundir milli Íslands og Bandaríkjanna á undanförnum mánuðum. Þannig gengur þetta fyrir sig og hefur alltaf gengið þannig fyrir sig. Evrópusambandið hefur að sjálfsögðu miklu betri aðstæður til þess að beita sér í slíku máli sem þessu og gerir það. Ísland og Noregur taka undir ályktanir Evrópusambandsins í ýmsum málum og pólitísk samráð eiga sér stað þótt í litlum mæli sé milli Íslands og Evrópusambandsins á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þau pólitísku samráð mættu vera meiri og áttu að vera meiri samkvæmt samningnum í upphafi en dregið hefur úr því. Á þann hátt komum við sjónarmiðum okkar á framfæri. Ég tel að við höfum gert það mjög skýrt og ekkert standi upp á okkur í þeim efnum.