ÖSE-þingið 2001

Fimmtudaginn 28. febrúar 2002, kl. 18:40:24 (5420)

2002-02-28 18:40:24# 127. lþ. 85.10 fundur 519. mál: #A ÖSE-þingið 2001# skýrsl, MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 127. lþ.

[18:40]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ísland hefur tekið virkan þátt í starfsemi ÖSE, m.a. á Balkanskaga eins og fram kom í framsögu minni. Ég hygg að það sem Íslandsdeildin muni leggja áherslu á í starfsemi ÖSE sé það sem snýr að mannréttindum, þ.e. þeim brýnu málefnum sem fjallað hefur verið um varðandi mannréttindi barna, kvenna og um mansal. Það er ljóst að ÖSE hefur ýmis úrræði til þess að beita sér í þessum málum. Það er mín skoðun og reyndar Íslandsdeildarinnar að þarna sé kjörinn vettvangur fyrir okkur til að beita áhrifum okkar. Við getum lagt margt gott af mörkum í þeirri umræðu og þetta er verðugt verkefni sem ég hygg að við munum leggja áherslu á í starfi ÖSE á næstunni.