Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 04. mars 2002, kl. 15:54:53 (5448)

2002-03-04 15:54:53# 127. lþ. 86.7 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 127. lþ.

[15:54]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Afskaplega var þetta dapurt svar. En það segir okkur ýmislegt. Það segir okkur að hæstv. sjútvrh. hefur ekki treyst sér í aðdraganda þessa frv. til að taka þetta meginatriði upp í ríkisstjórninni og fylgja því eftir að samhliða tillögum hans um stjórn fiskveiða verði gengið til þess verks sem samhljóða niðurstaða var um í störfum auðlindanefndarinnar. Það segir okkur að ráðherrann hefur annaðhvort ekki sinnt þessu eða ekki lagt í það. Það segir okkur jafnframt að hann vísar ábyrgð á svo veigamiklum þætti sem varðar sjávarútvegsmálin yfir á hæstv. forsrh. Ég mun að sjálfsögðu ganga beint í að ganga frá fyrirspurn til forsrh. varðandi þetta atriði. En þingmenn skulu gera sér grein fyrir því að í þessari umræðu kemur ekki fram svar við þessari meginspurningu varðandi íslenskan sjávarútveg.