Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 04. mars 2002, kl. 15:56:05 (5449)

2002-03-04 15:56:05# 127. lþ. 86.7 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 127. lþ.

[15:56]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Mér þykir reyndar svolítið furðulegt að hv. þm. skuli ekki átta sig betur á tilurð þessara mála þegar hún veit að auðlindanefndarstarfið fór fram á vegum forsrn. Þar af leiðandi heyra gríðarlega stórir hlutar þeirrar skýrslu ekki undir sjútvrn.

Eins kemur mér á óvart að hv. þm., sem er reyndar fyrrv. hæstv. ráðherra, skuli ekki gera sér betur grein fyrir því hvernig störfum er skipt í Stjórnarráði Íslands. (RG: Ekki það?)