Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 04. mars 2002, kl. 21:06:51 (5506)

2002-03-04 21:06:51# 127. lþ. 86.7 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 127. lþ.

[21:06]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég áfellist ekki Akureyringa fyrir að hafa leigt frá sér aflaheimildir eða flutt þær frá Akureyri til Grindavíkur, eða frá Akureyri til Ólafsvíkur. Mér finnst það bara allt í lagi. (ÁSJ: Þetta er innan samstæðunnar.) Já, hvort sem það er innan samstæðunnar eða ekki þá er það allt í lagi. Ég sé ekkert athugavert við að menn leigi aflaheimildir á milli útgerða, á milli svæða og nái þannig fram meiri hagkvæmni í rekstri sínum en ella.

Þetta kerfi hefur skapað mikla möguleika fyrir fólk sem annars hefði enga möguleika. Það hefur skapað þá möguleika að inn í þessa grein hafa komið nýir aðilar í fiskvinnslu, í útgerð og ýmsir aðilar, eins og ég kom inn á áðan, leigt til sín aflaheimildir fyrir 160 kr. kílóið í þorski og verið ánægðir með það. Þeir eru ánægðir með það því að þeir halda uppi atvinnu og græða á því.