Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 04. mars 2002, kl. 21:38:34 (5514)

2002-03-04 21:38:34# 127. lþ. 86.7 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 127. lþ.

[21:38]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg örugglega hægt að finna fjölmörg dæmi um hvað og hvernig gjaldið leggist á einstakar útgerðir á íþyngjandi hátt, enda hefur það legið alveg ljóst fyrir frá upphafi allrar þessarar umræðu og allrar þessarar vinnu að gjaldið yrði íþyngjandi fyrir útveginn og ætti því ekki að koma hv. þm. neitt á óvart eða öðrum hv. þm. sem hér eru staddir.