Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 05. mars 2002, kl. 16:03:02 (5588)

2002-03-05 16:03:02# 127. lþ. 87.1 fundur 562. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðigjald o.fl.) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 127. lþ.

[16:03]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg rétt til getið hjá hv. þm., ég er alveg innilega sammála honum. Mér finnst mjög sorglegt að við séum að þrasa um þetta veiðigjald í stað þess að reyna að einbeita okkur að því að vinna að þessum málum því að allt annað sem varðar framtíð Íslands er hreinn hégómi miðað við það að við stöndum eins vel og við getum og vöndum okkur eins mikið og við getum við það að varðveita þessa auðlind.