Fjárhagsstaða sveitarfélaga

Miðvikudaginn 06. mars 2002, kl. 13:57:07 (5661)

2002-03-06 13:57:07# 127. lþ. 89.2 fundur 413. mál: #A fjárhagsstaða sveitarfélaga# fsp. (til munnl.) frá félmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 127. lþ.

[13:57]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Mér þykir oft gleymast hvað stendur á bak við skuldasöfnun sveitarfélaganna. Það er t.d. uppbygging á íþróttamannvirkjum, skólabyggingum og að sjálfsögðu er staðan ekki góð meðan verið er að greiða af lánum og borga niður lán til stofnkostnaðar. Fyrir 800 manna sveitarfélag er mjög mikið að byggja íþróttahús upp á 120--130 millj. Það er því eðlilegt að það komi fram sem skuldasöfnun á sveitarsjóði og ég vil líka taka fram að það eru miklar framkvæmdir í vatnsveitumálum, hitaveitumálum og fráveitumálum sem eru afar kostnaðarsamar þannig að það má ekki líta á þetta sem óráðsíu. Í flestum tilvikum er verið að bæta aðstöðu fólksins sem býr í sveitarfélögunum.