Kosningar til sveitarstjórna

Fimmtudaginn 07. mars 2002, kl. 11:52:53 (5725)

2002-03-07 11:52:53# 127. lþ. 91.8 fundur 550. mál: #A kosningar til sveitarstjórna# (erlendir ríkisborgarar o.fl.) frv. 27/2002, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 127. lþ.

[11:52]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. þm. að aðrar Norðurlandaþjóðirnar eru rýmilegri en við. Við höfum haft þessa reglu fyrir Norðurlandabúa um allnokkurt skeið og það er ávöxtur af norrænu samstarfi. Þessi fimm ára regla varð niðurstaða, við fjölluðum um annan hugsanlegan árafjölda í upphaflegu uppkasti, en í upphaflegum drögum að frv. var ég með þrjú ár fyrir alla en það þótti sumum vera helst til rúmt og ákveðið var að stíga þetta skref svona.