Skylduskil til safna

Fimmtudaginn 07. mars 2002, kl. 14:08:21 (5741)

2002-03-07 14:08:21# 127. lþ. 92.2 fundur 228. mál: #A skylduskil til safna# (heildarlög) frv. 20/2002, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 127. lþ.

[14:08]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég hef fyrirvara við frv., sem þó er í heild sinni hið besta mál, en þann fyrirvara hef ég þegar haft við 2. umr. að hér er verið að leggja talsvert ríkar skyldur á þær stofnanir sem hlut eiga að máli. Ég hef áhyggjur af Ríkisútvarpinu með tilliti til þessa þar sem það er ljóst að Ríkisútvarpið þarf með þessum lögum að bæta umtalsvert við mannskap til skráningar dagskrárefnis og kemur heldur ekki til með að geta geymt allt dagskrárefnið í því takmarkaða húsnæði sem það hefur til umráða.

Ég vil að hv. þm. geri sér grein fyrir því að hér er verið að samþykkja talsvert mikil fjárútlát til Ríkisútvarpsins í næstu fjárlagagerð og ég hefði frekar viljað sjá fjárútlát til dagskrárgerðar Ríkisútvarpsins en til þess að skrá og geyma það dagskrárefni sem stofnunin hefur með naumindum efni á að framleiða.