Tollalög

Fimmtudaginn 07. mars 2002, kl. 15:14:41 (5755)

2002-03-07 15:14:41# 127. lþ. 92.5 fundur 576. mál: #A tollalög# (tollar á grænmeti) frv. 46/2002, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 127. lþ.

[15:14]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Verðlagsstjórnin er í því fólgin að fylgja eftir þeim samningum sem íslensk stjórnvöld hafa gert á erlendum vettvangi og veitir innlendri samkeppni atvinnu.

Ég minntist á Evrópusambandið. Það hefur enginn íslenskur stjórnmálaflokkur nema Samfylkingin haldið því fram að við ættum að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Framsfl. hefur ekki haldið því fram. Framsfl. hefur mótað þá stefnu að EES-samningurinn sé brú okkar, hann sé viðskiptabrú okkar til Evrópu. Hins vegar hefur formaður Framsfl., sem jafnframt er utanrrh., auðvitað margsagt að við verðum að skoða málin, halda umræðunni gangandi og halda vöku okkar út af framtíð Íslands og viðskiptahagsmunum.