Landgræðsla

Fimmtudaginn 07. mars 2002, kl. 15:54:32 (5763)

2002-03-07 15:54:32# 127. lþ. 92.6 fundur 584. mál: #A landgræðsla# (heildarlög) frv., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 127. lþ.

[15:54]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki sanngjarnt að við hv. þm. þjófstörtum umræðunni um landgræðsluáætlunina sem ég geri ráð fyrir að hæstv. ráðherra mæli fyrir eftir skamma stund en það er alveg rétt sem hv. þm. segir, að í grg. með þeirri áætlun er markmiðssetning. Það sem ég var að ítreka var að markmiðin yrðu sett, þau væru skýr, einföld og aðgengileg fyrir alla og gerð á forsendum Staðardagskrár 21 og með markmið Dagskrár 21 og samningsins um líffræðilegan fjölbreytileika að leiðarljósi. Ég sé ekki að við séum að deila um nokkurn hlut, við hv. þm., en hlakka einungis til þess að taka þátt í hinum eiginlegu umræðum um landgræðsluáætlunina þegar hún verður tekin á dagskrá á eftir.