Landgræðsla

Fimmtudaginn 07. mars 2002, kl. 16:22:26 (5769)

2002-03-07 16:22:26# 127. lþ. 92.6 fundur 584. mál: #A landgræðsla# (heildarlög) frv., KÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 127. lþ.

[16:22]

Kjartan Ólafsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að enginn vafi sé á því að lúpínan hopar í landi þar sem hún hefur verið tiltekinn tíma. Þegar aðrar tegundir gróðurs koma hopar hún en það tekur mislangan tíma eftir þeim gróðri sem um er að ræða, eftir jarðvegi líka, þannig að við þurfum ekki að óttast að hún verði viðvarandi á þessum stöðum.

Í sambandi við innrásartegundir, þá er það eiginlega spurning sem við verðum að skilja eftir hér: Hvernig á Ísland að líta út? Hvaða tegundir eru innrásartegundir? Eru það jurtir sem bændur nota á tún sín og akra? Við erum að fá ýmsar tegundir bæði með fuglum og með auknum ferðum útlendinga til landsins, t.d. með ferjum. Það eru því ótal þættir sem gera það að verkum að nýjar tegundir koma til landsins. Og auðvitað verðum við í nytjalandbúnað okkar og nytjaskóga að flytja til landsins þær jurtir sem best reynast, skila mestum hagnaði og árangri í ræktun.