Þjóðgarður norðan Vatnajökuls

Mánudaginn 11. mars 2002, kl. 15:15:06 (5871)

2002-03-11 15:15:06# 127. lþ. 94.1 fundur 390#B þjóðgarður norðan Vatnajökuls# (óundirbúin fsp.), umhvrh.
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 127. lþ.

[15:15]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegi forseti. Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um hvenær við setjum þá nefnd af stað en ég vona að það verði bráðlega. Það eru aðallega tvær hugmyndir sem við höfum verið að skoða. Á þetta að vera mjög stór nefnd með aðkomu samgrn. út af ferðamálum, landbrn. út af ríkisjörðum, iðnrn. út af orkugeiranum, fjölmargra sveitarfélaga sem hér voru talin upp áðan, náttúruverndarinnar af því að hún fer með þjóðgarða o.s.frv.? Á þetta að vera mjög stór nefnd eða eigum við að setja málin í farveg minni nefndar, hugsanlega þriggja þingmanna, til að skoða helstu kosti? Þetta erum við núna að reifa. Það er því ekki búið að ákveða hvernig þessi nefnd verður samansett né nákvæmlega hvenær hún tæki til starfa. En það er alveg ljóst að það er mikill vilji bæði okkar og líka hæstv. samgrh. til að skoða með hvaða hætti bæði heimamenn og ferðamálageirinn geta komið meira að stjórnun þjóðgarða og haft aðkomu að friðlýstum svæðum vegna þess að það eru hagsmunir margra sem þar tvinnast saman. Við höfum átt viðræður um það, ég og hæstv. samgrh., hvernig hægt væri að taka á þeim málum.