Landverðir

Mánudaginn 11. mars 2002, kl. 15:30:15 (5881)

2002-03-11 15:30:15# 127. lþ. 94.1 fundur 392#B landverðir# (óundirbúin fsp.), umhvrh.
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 127. lþ.

[15:30]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég er sammála því að ekki er eðlilegt hvernig að þessu hefur verið staðið, það er alveg ljóst. Við fengum senda rekstraráætlun fyrir viku síðan þar sem í ljós kom að hugsanlega stæði til að skerða landvörsluna. Við erum algerlega ósátt við þá tillögu og höfum svarað Náttúruvernd ríkisins því til að við munum ekki samþykkja slíkt. En það er ljóst að stofnunin býr við vanda þó að hún hafi fengið mjög umtalsverða aukningu á fé upp á síðkastið, úr rúmlega 80 millj. árið 1999 upp í 140 millj. á þessu ári. Stofnunin flutti nýlega og þeir flutningar kostuðu mun meira en áætlað var. Menn tóku t.d. ákvarðanir um að fjárfesta í húsgögnum sem hlupu á mörgum milljónum. En það er alveg ljóst að stefnumörkun okkar og vilji minn í umhverfismálum miða ekki að því að skerða landvörsluna. Menn verða að finna aðrar leiðir til að hagræða.