Landverðir

Mánudaginn 11. mars 2002, kl. 15:31:25 (5882)

2002-03-11 15:31:25# 127. lþ. 94.1 fundur 392#B landverðir# (óundirbúin fsp.), JÁ
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 127. lþ.

[15:31]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Það liggur alveg ljóst fyrir að hæstv. ráðherra ætlar að koma í veg fyrir að landvarslan verði skert. Flutningur milli húsa hjá þessari stofnun hefur kostað peninga. Það hljóta menn að hafa vitað þegar fjallað var um fjárlögin.

Ég verð bara að segja alveg eins og er að mér finnst þetta ekki nógu gott. Mér finnst að þarna hafi einhvers staðar verið pottur brotinn þegar verið var að fjalla um þessi atriði úr því að málið kemur upp núna eftir svona stuttan tíma. Ég tel að hæstv. ráðherra verði að gera betur en þetta, hún þurfi að leggja á borðið hvernig að þessu hefur verið unnið og upplýsa líka hvers vegna menn vissu ekki þá hluti sem virðast vera að koma upp á borðið núna þegar verið var að fjalla um fjárlög í vetur.