Fjárreiður ríkisins

Mánudaginn 11. mars 2002, kl. 17:09:56 (5910)

2002-03-11 17:09:56# 127. lþ. 94.6 fundur 581. mál: #A fjárreiður ríkisins# (Fjársýsla) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 127. lþ.

[17:09]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Það er skiptir kannski ekki höfuðmáli í hvaða þingnefnd svona (JB: Nei, það er rétt.) einfalt mál leggur leið sína. Að því er varðar heiti hinnar nýju stofnunar eða hið nýja heiti hinnar gömlu stofnunar þá er ég í sjálfu sér opinn fyrir öllum hugmyndum um góð heiti í þeim efnum. Auðvitað er ekkert fyrir fram gefið. En við gerum þessa tillögu. Ráðuneytið og ég gerum þessa tillögu. Ef þingnefndin eða hv. þm. Jón Bjarnason getur komið með betri tillögu má eflaust ræða hana. Ef hann vill tala við Íslenska málnefnd eða einhverja aðra aðila eða koma frá sjálfum sér með einhverja slíka tillögu þá gerir hann brtt. við frv. og við leggjum dóm á hana.