Tryggingagjald o.fl.

Mánudaginn 11. mars 2002, kl. 17:21:27 (5916)

2002-03-11 17:21:27# 127. lþ. 94.7 fundur 582. mál: #A tryggingagjald o.fl.# (reiknað endurgjald, breyting ýmissa laga o.fl.) frv. 65/2002, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 127. lþ.

[17:21]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil nú ekki fullyrða um það að mikil brögð hafi verið að því sem hv. þm. spyr hér um. En við viljum taka af allan vafa, sérstaklega ef um er að ræða störf manns í þágu lögaðila þar sem hann er sjálfur ráðandi, annaðhvort sem eigandi eða stjórnandi, að það fari ekkert á milli mála að af því endurgjaldi sem ber að reikna og viðkomandi maður innir af hendi, í samræmi við reglur ríkisskattstjóra um það efni og hugsanlega vel yfir þeim mörkum sem ríkisskattstjóri setur, sé tryggt að bæði sé greitt í lífeyrissjóði viðkomandi af reiknuðu endurgjaldi og einnig hið lögmælta tryggingagjald.

Ég tel ekki síður fram á veginn horft í þessu máli, til þess að afstýra vandræðum hjá þeim sem kunna að eiga hlut að máli en aftur í tímann. En vafalaust er hægt að finna dæmi um undanbrögð í þessu efni í fortíðinni þó lagaákvæðin hafi auðvitað verið skýr eins og hv. þm. gat um. Hingað til hefur öllum borið að greiða af launum jafnt sem reiknuðu endurgjaldi, bæði tryggingagjald og í lífeyrissjóð. Hér eru tekin af öll tvímæli ef um er að ræða fyrirtæki sem viðkomandi aðili er sjálfur ráðandi í.