Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Þriðjudaginn 12. mars 2002, kl. 13:51:12 (6014)

2002-03-12 13:51:12# 127. lþ. 95.91 fundur 394#B greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins# (aths. um störf þingsins), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 127. lþ.

[13:51]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég ítreka þann vilja félmrn. og félmrh. að taka þannig á málum Greiningarstöðvarinnar að þjónusta þar þurfi ekki að minnka. Ræður hv. þingmanna hafa gengið út á það að allt þetta hefði mátt sjá fyrir. Ég ætla ekki deila um það en hins vegar vil ég benda á að hingað hafa verið að berast upplýsingar um stöðuna í framtíðinni sem gera það að verkum að meta þarf störf og stefnu Greiningarstöðvarinnar. Það er alveg rétt sem kom fram í ræðu hv. 11. þm. Reykv. að unnið hefur verið að nýrri lagasetningu um Greiningar- og ráðgjafarstöðina, og félmrh. hyggst leggja fram frv. um hana á komandi hausti.

Ég tek undir að hér er um mjög áríðandi mál að ræða. Menn þurfa að gera sér sem gleggsta grein fyrir þessum störfum til frambúðar og að því hyggst félmrh. og ráðuneyti hans vinna. Mikil vinna hefur verið lögð í þessi mál í ráðuneytinu, m.a. í tengslum við það að ætlunin var að þessi málaflokkur flyttist yfir til sveitarfélaganna. Af því varð ekki, þ.e. því var frestað, þannig að núna er tekið til við lagasetningu um þessa mikilvægu starfsemi sem ég undirstrika að er afar miklvæg. Ég vil láta það koma mjög eindregið fram að það á að leita leiða til þess.