Afréttamálefni, fjallskil o.fl.

Þriðjudaginn 12. mars 2002, kl. 14:36:25 (6029)

2002-03-12 14:36:25# 127. lþ. 95.11 fundur 593. mál: #A afréttamálefni, fjallskil o.fl.# (ítala o.fl.) frv., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 127. lþ.

[14:36]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var nú skemmtileg ræða. Ég hygg að ég sé að verða búinn að vera jafnlangan tíma landbrh. og hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon var hér fyrr á síðustu öld. Ef ég man rétt þá mun hann líklega hafa verið landbrh. í um þrjú ár þannig að það er rétt hjá honum að ég hef dvalið þar um nokkra hríð.

Ræðan var stutt. Málið er lítið. Hæstv. forseti. Ég er albúinn að halda langa ræðu um málið ef því er að skipta og get gert það fljótlega eftir andsvör.