Frumvarp um Rafmagnsveitur ríkisins

Þriðjudaginn 12. mars 2002, kl. 17:49:50 (6078)

2002-03-12 17:49:50# 127. lþ. 95.95 fundur 452#B frumvarp um Rafmagnsveitur ríkisins# (um fundarstjórn), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 127. lþ.

[17:49]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Það er ágætt að það komi hér fram að ég taldi rétt að taka tillit til þessarar óskar stjórnarandstöðunnar og tel að hún sé réttmæt að nokkru leyti. Þó svo ég hafi litið þannig á þetta mál þegar ég mælti fyrir því að það gæti algerlega að skaðlausu farið til nefndar án þess að frv. til nýrra raforkulaga væri komið fram þá tel ég að stjórnarandstaðan hafi nokkuð til síns máls hvað það varðar að betra sé að tala um þessi mál í samhengi. Því óskaði ég eftir því við hæstv. forseta að þetta mál yrði tekið út af dagskrá núna og þá tekið fyrir í tengslum við umræðu um ný raforkulög.