Frumvarp um Rafmagnsveitur ríkisins

Þriðjudaginn 12. mars 2002, kl. 17:50:37 (6079)

2002-03-12 17:50:37# 127. lþ. 95.95 fundur 452#B frumvarp um Rafmagnsveitur ríkisins# (um fundarstjórn), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 127. lþ.

[17:50]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. iðnrh. fyrir þessar skýringar. Ég er sammála hæstv. ráðherra að það er eðlilegt að skoða þessi mál heildstætt. Hér er um að ræða grundvallarbreytingar á orkugeiranum. Ríkisstjórnin er að leggja til að raforkugeirinn verði gerður að hlutafélagi og þá væntanlega með það fyrir augum að innleiða einkavæðingu á því sviði. Ég er sammála hæstv. ráðherra að eðlilegt sé að við skoðum þessi mál heildstætt og fáum áður inn á borð frv. til raforkulaga sem ríkisstjórnin mun hafa í smíðum.