Líftækniiðnaður

Þriðjudaginn 12. mars 2002, kl. 18:08:08 (6085)

2002-03-12 18:08:08# 127. lþ. 95.14 fundur 548. mál: #A líftækniiðnaður# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 127. lþ.

[18:08]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Í sjálfu sér er ekki miklu við þetta að bæta á þessu stigi þar sem málið fer núna til nefndar til skoðunar. En það hefur verið aðall rannsókna í heiminum á síðari hluta 20. aldar og reyndar alla 20. öldina að aðgangur vísindamanna að rannsóknum hefur verið frjáls og óheftur.

Nú er þetta að breytast. Við þekkjum hinn alræmda, liggur mér við að segja, gagnagrunn á heilbrigðissviði þar sem einum aðila í krafti fjármuna er veitt einokun yfir upplýsingum sem aðrir þurfa síðan að kaupa sig inn í eða lúta náðarvaldi hans. Ég held því að þessir þættir allir séu þess virði að skoða mjög rækilega á hvern hátt við tryggjum frjálsar og óheftar rannsóknir.