Flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 14:07:33 (6118)

2002-03-13 14:07:33# 127. lþ. 97.1 fundur 537. mál: #A flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land# fsp. (til munnl.) frá forsrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[14:07]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Fyrir næstum tveimur árum fór ég á fund hjá Norðurlandaráði sem haldinn var Tornio/Haparanda norður í Lapplandi. Þegar ég kom þar inn í bæinn vakti athygli mína gríðarlega stór og reisuleg nýleg bygging. Ég fór að spyrja hvaða hús þetta væri og þá var mér sagt að þarna hefði verið komið fyrir símsvörun fyrir alla Svíþjóð, upplýsingasíma samsvarandi 118 á Íslandi. Þetta var gert til að skapa konum á þessu svæði atvinnutækifæri sem þar voru áður af skornum skammti.

Mér verður nú hugsað til þessa. Getum við ekki með þetta fyrirtæki okkar sem ríkið á 90% í enn þá, gert eitthvað slíkt og skapað atvinnutækifæri úti á landi á þessu sviði? (Gripið fram í: Og atvinnuleysi í Reykjavík?)