Flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 14:08:38 (6119)

2002-03-13 14:08:38# 127. lþ. 97.1 fundur 537. mál: #A flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land# fsp. (til munnl.) frá forsrh., EMS
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[14:08]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Enn einu sinni ræðum við á Alþingi þá ömurlegu staðreynd að nær algjörlega virðist hafa mistekist að koma fjarvinnslu við opinberar stofnanir um landið þrátt fyrir ýmis fögur fyrirheit og miklar væntingar sem stjórnvöld báru höfuðábyrgð á að skapa meðal fólks mjög víða um land. Hæstv. forsrh. orðaði það einhvern veginn þannig hér áðan að erfiðara hefði verið að eiga við þetta en menn höfðu talið í upphafi.

Herra forseti. Mig langar að spyrja hæstv. forsrh. hvort það sé rétt sem fram kemur á heimasíðu hæstv. viðskrh. að í raun hafi stjórnvöld sem sköpuðu þessar væntingar ekki vitað um hvað málið snerist. Er það skýringin? Treystir hæstv. forsrh. sér til þess að vera jafnhreinskilinn og hæstv. viðskrh. og segja að menn hafi í raun ekki vitað um hvað þeir voru að tala?