Útibú Matra á Ísafirði

Miðvikudaginn 13. mars 2002, kl. 15:33:03 (6164)

2002-03-13 15:33:03# 127. lþ. 97.5 fundur 499. mál: #A útibú Matra á Ísafirði# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 127. lþ.

[15:33]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Ég lýsi yfir ánægju minni vegna orða hæstv. iðnrh. sem lýsir því nú yfir að hún muni gera allt sem hún geti til að starfsemi Matra á Ísafirði verði ekki lögð niður. Starfsmaðurinn sem var þarna, Guðrún Anna Finnbogadóttir, vann mjög merkt og gott brautryðjendastarf í þessari stöð. Hún fór til annarra starfa þar sem hún er nú með öruggari starfsvettvang að minni hyggju. En gott er að heyra að hæstv. ráðherra ætlar að beita sér fyrir því eins og henni er mögulegt að starfsemin haldi áfram.

Ef miðstöð rannsókna í þorskeldi verður á Vestfjörðum þá held ég að það væri kærkomið tækifæri að notfæra sér þetta þar.